spot_img
HomeFréttirBirnirnir höfðu betur gegn Nymburk

Birnirnir höfðu betur gegn Nymburk

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Nymburk lytu í lægra haldið gegn Bakken Bears í EuroCup í gærkvöld í mjög svo jöfunum leik. Hörður skoraði þrjú stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á þeim 20 mínútum sem hann spilaði.

Bakken sótti því góðan sigur á útivöll og mögulega hefði sigur þeirra verið stærri ef ekki var fyrir 21 stig sem Nymburk skoraði úr hraðaupphlaupum. Jafnt var á öllum tölum þegar rétt um tvær og hálf mínúta voru eftir leiks en þá settu Birnirnir sex stig í röð úr þriggja stiga skotum sem var næg forysta til að klára leikinn. Howard Sant-Roos, leikmaður Nymburk, fékk þrjú vítaskot þegar 17 sek lifðu leiks og minnkaði muninn í eitt stig en Bakken hélt þetta út og sigraði að lokum með tveimur stigum, 64-66.

Nymburk leikur næst gegn Tajfun frá Írlandi en þessi tvö lið eru jöfn að stigum í F riðli með 3 stig hvort.

Fréttir
- Auglýsing -