spot_img
HomeFréttirMikil blóðtaka fyrir Fjölni

Mikil blóðtaka fyrir Fjölni

Þau tíðindi voru að berast úr Grafarvoginum að kvennalið Fjölnis sé að missa þrjá öfluga leikmenn í meiðsli og barnsburð. Þetta eru þær Telma Jónsdóttir og Gréta María Grétarsdóttir sem báðar slitu krossband og verða frá út leiktíðina. Erla Sif Kristinsdóttir hins vegar ber barn undir belti og verður því frá eins og þörf krefur.

 

"Þetta er mikil blóðtaka," sagði Sævaldur Bjarnason í stuttu spjalli við Karfan.is. "Þetta eru máttarstólpar og lykilmenn liðsins undanfarin ár. Við bíðum hins vegar bara spennt eftir því að þær komi aftur til leiks á næstu leiktíð eftir endurhæfingu og barnsburð." 

 

"Við eru hins vegar með marga unga og efnilega leikmenn sem fá nú fullt af tækifærum til að stíga upp og fylla skarðið," hélt Sævaldur áfram.

 

Karfan.is óskar Telmu og Grétu skjóts og góðs bata og Erlu Sif til hamingju með hennar gleðitíðindi.

 

Mynd úr safni:  Telma Jónsdóttir (Fjölni) hér í baráttu við Margréti Ósk Einarsdóttur (Val). (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -