Arnþór Freyr Guðmundsson verður ekki með Tindastól nú á eftir gegn Njarðvík þar sem hann varð fyrir hnjaski í síðasta leik gegn Njarðvík. Arnþór lenti í samstuði við Darrel Flake í bikarleiknum á mánudag og fékk skurð á hökuna. Ofaní lag þá fékk Arnþór hausverki og ógleði eftir leik og eftir læknisheimsókn þá var það úrskurðað að heilahristingur fylgdi. Í samtali við Karfan nú rétt í þessu staðfesti Arnþór að hann þyrfti að hvíla í einhverja 10 daga í það minnsta.
Óvíst er svo með hvort Arnþór verði með í næstu umferð þegar Tindastóll fær Hött í heimsókn á "Krókinn"