spot_img
HomeFréttirWindhorst: Skilnaður Derrick Rose og Chicago Bulls vofir yfir

Windhorst: Skilnaður Derrick Rose og Chicago Bulls vofir yfir

Ferill Derrick Rose hefur ekki verið dans á rósum. Hann hófst á ævingtýralegan hátt. Guttinn sem fæddist og ólst upp í Chicago var valinn af Bulls nr. 1 í nýliðavalinu 2008. Spilandi körfubolta í liðinu sem hann fylgdist með í æsku og var lengi vel talinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar á tímabili.

 

Slitið krossband, liðþófaskemmdir og samsull margra annara meiðsla hafa hins vegar haldið honum frá í 228 leikjum af 328 leikjum síðustu 4 ára. Liðið hefur alltaf stutt hann, stjórnendur hafa alltaf stutt hann og stuðningsmenn liðsins hafa alltaf stutt hann í gegnum súrt og sætt.

 

Nú virðist sem þolinmæðin sé á þrotum ef eitthvað er að marka orð ESPN fréttaritarans Brian Windhorst en hann segir að leiðir Rose og Bulls muni skilja fljótlega.

 

Meiðslin, döpur spilamennska í vetur og athugasemdir Rose um samningsmál sín þar sem hann sagðist vera að einbeita sér nú þegar að því þegar hann verður með lausan samning 2017. Ekki beint það sem þig langar að heyra frá manni sem hefur aðeins unnið fyrir tæpum þriðjungi launa sinna undanfarin 4 ár. Ekki beint það sem þig langar til að heyra eftir allan stuðninginn sem hann hefur fengið frá félaginu í gegnum tíðina.

 

Fréttir
- Auglýsing -