Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann ÍR, Sveinbjörn Claessen, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
ÍR heimsækir Þór í Þorlákshöfn kl. 19:15 í kvöld.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Sveinbjörn:
"Komandi úr Breiðholtinu liggur það í hlutarins eðli að minn listi er einangraður við þá tegund tónlistar sem kennd er við rapp eða hip-hop. Gaman að geta þess að mínir menn í Ghetto Hooligans, sem er, eins og allir vita sem eitthvað vit hafa, langbesta stuðningssveit íslenskra körfuknattleiksliða, styðst einnig við sama lista til að koma sér í gang fyrir leiki. Það eitt staðreynir að listinn er ekkert minna en afburða góður.
Listinn settur fram í engri sérstakri röð."
Harder than you think – Public Enemy
Stinni vinur minn kynnti mig fyrir þessu eðal einhvern tímann 2007. Við fyrstu hlustun varð ekki snúið aftur. Stinna á ég margt að þakka í fræðunum. Annars er lagið slíkt að það nær meira að segja til tveggja barna gullsmiðs hjá Gullkúnst Helgu á Laugaveginum sem aðhyllist fremur teknó tónlist. Það eitt segir allt um gæðin.
Straight outta Compton – N.W.A.
Orð eru óþörf.
How we do – The Game
Þessi singúll markar djúp spor í vinskap okkar Elvars Guðmundssonar, formanns allra formanna. Fyrir þá sem ekki vita er maðurinn helst til illa gefinn að því er varðar tækni og nýjungar. Þess vegna styðst hann enn í dag við skrifaða geisladiska, einn Íslendinga. Hann lætur sér meira að segja nægja einn geisladisk en sá inniheldur m.a. How we do. Diskurinn spilaður endalaust í bílnum en melódían þreytist seint.
Tarantúlur – Úlfur Úlfur
Ferskasta bandið í dag. Það er alveg klárt. Alvöru menn, alvöru gæjar (©Carrico).
Villuminati – J Cole
Fyrirliði Íþróttafélags Breiðholts, Blú, kynnti mér fyrir þessum nýlega. Er að prufukeyra hann þessa dagana. Kemur sterkur inn. Gefum honum séns. Gott pepp.
Flashing lights – Kanye West
Þegar Eiríkur Eazy Önundarson segir að lag sé gott þá er það gott. Margsannað. Ljúfur og afslappaður taktur, sem er mikilvægt.
Hypnotize – Biggie
Einkennislag Hellisins. Skemmtilegt að segja frá því að Hypnotize er einmitt besta lag sem til er. Það er alvitað og óhrekjanlegt. Í sjálfu sér galið að ætla sér að færa rök fyrir öðru.