spot_img
HomeFréttirAndri: Skotin detta þegar sjálfstraustið er í lagi

Andri: Skotin detta þegar sjálfstraustið er í lagi

Kvennalið Hauka vann sannfærandi sigur á Hamri í gærkvöldi. Andri Þór Kristinsson, einn þriggja þjálfara liðsins ræddi við Karfan.is eftir leik.

 

"Þetta var tvískipt," sagði Andri. "Bæði lið léku stuttar sóknir framan af og spiluðu boltanum lítið." Andri sagði það hafa komið sér á óvart hvað lið Hamars nýttu tímann illa og voru með stuttar sóknir. "Það er kannski skiljanlegt miðað við aðstæður."

 

Andri sagði Hamar hafa spilað allt annan leik í seinni hálfleik. "Þá léku þær miklu betur saman. Þær léku lengri sóknir og létu fyrir alvöru reyna soldið á varnarleikinn okkar. Ef þær halda því áfram þá styttist í fyrsta sigurinn hjá þeim."

 

Margt gott að sjá í leik Hauka að mati Andra. "Stelpurnar voru frekar afslappaðar og sjálfstraustið í lagi og þá detta skotin. Það er alltaf gaman hjá okkur að spila á heimavelli en samt þurfum við að fara taka næstu skref í okkar leik." 

 

En hvað er að hindra? "Kannski hefur staðið á því vegna þess að við höfum verið að ná farsælum úrslitum en engin ástæða til að festast hér því við hérna í Haukum erum með allt sem við þurfum til að spila frábæran bolta og eiga saman ógleymanlegt tímabil.  Vörnin okkar hefur oft verið þrælgóð enda erum við með margar frábæra varnarmenn sem er algjör unun að vinna með. Stundum vantar öryggi hjá okkur og flæði í sóknarleikinn en mig grunar að okkur takist að vaxa svolítið í þessu fyrir næsta leik sem er gegn Stjörnunni."

 

Í þriðja hluta tapaði Haukaliðið 7 boltum sem verður að teljast einkennilegt hjá þessu hæfileikhlaðna liði. Andri vildi kenna kæruleysi um. "Við freistuðumst til að sleppa sóknarleiknum okkar og fórum í eitthvað hnoð og föndur sem við erum ekkert sérlega góð í. Hamarsstelpur voru a sama tíma duglegar og þolinmóðar og náðu áhlaupi."

 

Mynd: Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -