spot_img
HomeFréttirAlmar Orri stórkostlegur er Ísland U20 tryggði sig í úrslitaleik Norðurlandamótsins

Almar Orri stórkostlegur er Ísland U20 tryggði sig í úrslitaleik Norðurlandamótsins

Ísland lagði Eistland í undanúrslitaleik undir 20 ára á Norðulandamótinu í Södertalje, 85-78. Liðið mun því leika til úrslita á mótinu á morgun, en í úrslitum munu þeir mæta sigurvegara viðureignar Danmörkur og Finnlands.

Fyrir leik

Ísland hafði unnið sinn riðil með því að leggja Svíþjóð og Noreg á meðan að Eistlandi hafði endað í öðru sæti riðils síns og unnið Noreg í gær í umspilu um að komast í undanúrslitin.

Byrjunarlið Íslands

Ólafur Ingi, Ágúst Goði, Almar Orri, Tómas Valur og Orri

Gangur leiks

Leikurinn fer nokkuð fjörlega af stað sóknarlega fyrir íslenska liðið, þar sem þeir eru snöggir að skapa sér smá bil og eru 9 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 23-14. Eistar eru fljótir að koma sér af stað og jafna leikinn í öðrum leikhlutanum. Þeir komast svo yfir undir lok fjórðungsins og eru 4 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 32-36.

Stigahæstir í fyrri hálfleiknum voru Tómas Valur Þrastarson og Almar Orri Atlason, hvor um sig með 10 stig, en Tómas Valur var einnig kominn með 3 villur.

Íslenska liðið byrjar seinni hálfleikinn af miklum krafti og eru komnir aftur með forystuna á fyrstu mínútu þriðja fjórðungs, 37-36. Eistland nær svo að vera skrefinu á undan lengst af í leikhlutanum, en með stórum þristum frá Orra Gunnarssyni kemst Ísland aftur í forystu undir lokin, 53-51. Rétt fyrir lok hlutans nær Eistland þó aftur forystunni og er munurinn eitt stig fyrir lokaleikhlutann, 56-57.

Leikurinn er svo í járnum á lokakaflanum, þar sem liðin skiptast á að hafa nauma forystu í nokkur skipti. Ísland er skrefinu á undan þegar um mínúta er eftir, 83-78. Mikið til var það Almari Orra að þakka, sem gjörsamlega eignaði sér leikinn á lokamínútunum. Undir lokin sigla þeir svo nokkuð sterkum 7 stiga sigur í höfn, 85-78.

Atkvæðamestur

Almar Orri Atlason var atkvæðamestur fyrir ísland í dag með 33 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Tómas Valur Þrastarson með 23 stig og 5 fráköst.

Hvað svo?

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -