spot_img
HomeFréttirFSu sendir Chris Anderson heim

FSu sendir Chris Anderson heim

FSu hefur sagt upp samningi sínum við bandaríska leikmanninn Chris Anderson. Þetta kom fram í tilkynningu á vef félagsins nú fyrir skömmu. Félagið mun leika án erlends leikmanns eitthvað áfram en það verður svo endurskoðað fljótlega og tilkynnt um það. 

 

Anderson átti ágætis spretti með FSu í vetur en þegar á reyndi virtist hann annað hvort í villuvandræðum eða ekki sjáanlegur á vellinum. Lið eins og FSu þarf öflugan erlendan leikmann til að leiða liðið þegar á reynir. Breski "Íslendingurinn" Chris Caird hefur tekið það hlutverk að sér það sem af er leiktíð og leyst það með prýði.

 

Anderson lék fimm leiki með FSu og skoraði í þeim 20 stig og tók 8 fráköst að meðaltali. Hann lék afleitlega með liðinu í tapi síðasta leiks gegn Haukum og hefur það vafalítið spilað stórt hlutverk í ákvörðun félagsins nú í dag.

 

Tilkynning félagsins

Fréttir
- Auglýsing -