Meistarar Golden State Warriors hafa ekkert kólnað yfir sumartímann enda liðið að vinna sinn áttunda deildarleik í röð í nótt. Curry og félagar eru sjóðheitir og eru eina taplausa lið deildarinnar um þessar mundir!
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Golden State lagði Detroit Piston 109-95. Drummond og félagar í Pistons hafa einnig byrjað vel og von á hörku leik í nótt. Pistons tókst að hemja Curry lítið eitt sem gerði „aðeins“ 22 stig í leiknum. Sjálfur hefur Drummond ekki reimað á sig skó nema landa tvennu fyrir Pistons, ein slík kom í nótt en þá skilaði kappinn 14 stigum og 15 fráköstum. Þetta var sjöunda tvenna Drummonds í röð.
Golden State aftur á móti láta ekki að sér hæða á heimavelli, hafa unnið 23 leiki í röð í Oracle Arena!
Helstu tilþrif úr leik Golden State og Pistons í nótt
Úrslit næturinnar
FINAL
CHI
111
PHI
88
1 | 2 | 3 | 4 | T |
---|---|---|---|---|
31 | 21 | 24 | 35 | 111 |
|
|
|
|