spot_img
HomeFréttirIsrael Martin: Varnarleikur er í forgangi hjá Jou Costa

Israel Martin: Varnarleikur er í forgangi hjá Jou Costa

Tindastóll tilkynnti í dag að gengið hefði verið frá ráðningu nýs þjálfara hjá liðinu. Sá ber nafnið Jou Costa og er spænskur. Hann þjálfaði áður fyrr Israel Martin, þjálfara Tindastóls á síðustu leiktíð, þegar hann lék körfubolta og eru þeir ágætis félagar. Karfan.is setti sig í samband við Martin og spurði hann út í þennan nýja þjálfara liðsins.

 

“Ég var aðstoðarþjálfarinn hans í spænsku 1. deildinni (LEB Oro eða LEB Gold) og við erum enn í góðu sambandi,” sagði Martin þegar blaðamaður heyrði í honum fyrr í kvöld.

 

“Hann einn sá allra besti í að skipuleggja æfingar, viku fram í tímann. Varnarleikur verður í forgangi hjá honum og hraðaupphlaup. Hann mun skipuleggja sóknarleikinn út frá þeim leikmönnum sem hann hefur og finna réttar áherslur í honum sem henta liðinu.”

 

Israel náði ótrúlegum árangri með þetta lið á síðustu leiktíð. Úrslit Lengjubikarsins, undanúrslit Powerade bikarsins og náði svo í úrslitarimmuna gegn KR í úrslitakeppni Domino’s deildarinnar. Að því sögðu vilja stuðningsmenn Tindastóls eflaust fá að vita hvort þeir félagarnir hafi svipaðan stíl.

 

“Hann mun hjálpa liðinu eftir bestu getu,” svaraði Israel. "Við erum ólíkir þjálfarar en það sem við höfum þó sameiginlegt er að við erum báðir góðir karakterar. Við leggjum okkur alla fram og njótum þess að byggja upp góð körfuboltalið.”

Fréttir
- Auglýsing -