spot_img
HomeFréttirChris Woods til FSu

Chris Woods til FSu

FSu hefur samið við bandaríska leikmanninn Christopher Woods um að spila fyrir það sem eftir lifir leiktíðarinnar. Þetta staðfesti Erik Olson, þjálfari FSu í samtali við Karfan.is í dag.

 

"Það á að vera búið að ganga frá öllu hvað varðar Útlendingastofnun og við vonumst bara til að fá hann sem fyrst til okkar. Hann skrifaði undir í gær."

 

Woods lék á síðustu leiktíð fyrir Snæfell í Domino's deild karla og þar áður með Val tvö tímabil svo hann þekkir vel til hér á landi. Hann leiddi Domino's deildina í fyrra í fráköstum með 13,9 í leik og var í topp 10 í stigaskorun með 23,5. 

 

Olson er mjög ánægður með þessa ráðningu. "Chris kemur með þriggja ára reynslu á Íslandi með sér til Selfoss. Þar af eru tvö ár í efstu deild þar sem hann hefur sannað að hann er áhrifamikill á leik síns liðs. Hann er mjög duglegur inni á vellinum, leggur sig allan fram og klárar færin sín við körfuna af miklu öryggi. Hann er mjög stöðugur í fráköstum og það mun hjálpa liðinu einna mest. Það að hann hafi verið hér í þrjú ár segir okkur að hann sé mikill fagmaður í sinni grein og við hlökkum mikið til að fá hann inn í hópinn."

Fréttir
- Auglýsing -