spot_img
HomeFréttirÚrslit: Snæfell heldur liði undir 40 stigum annan leikinn í röð

Úrslit: Snæfell heldur liði undir 40 stigum annan leikinn í röð

Þrír leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í kvöld. Snæfell gjörsigraði Hamar í Hólminum 89-32 en þetta er annar leikurinn í röð þar sem þær halda andstæðingnum undir 40 stigum. Hamar skoraði t.a.m. 2 stig í fyrsta leikhluta. Samanlagt stigaskor þeirra í síðustu tveimur leikjum er 171-70. Haukar sigruðu Stjörnuna á Ásvöllum 78-62 eftir góðan sprett í seinni hálfleik. Keflavík sigraði svo Val í TM höllinni 71-66 þar sem slakur þriðji hluti gerði Völsurum erfitt fyrir.

 

Úrvalsdeild kvenna, Deildarkeppni

 

Keflavík-Valur 71-66 (20-25, 19-12, 25-12, 7-17)
Keflavík: Melissa Zorning 27/11 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 12/8 fráköst/5 varin skot, Marín Laufey Davíðsdóttir 11/12 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2, Elfa Falsdottir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Tinna Björg Gunnarsdóttir 0.
Valur: Karisma Chapman 26/18 fráköst/5 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 4/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 4, Bergþóra Holton Tómasdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0.

Snæfell-Hamar 89-32 (25-2, 23-15, 23-3, 18-12)
Snæfell: Haiden Denise Palmer 17/7 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 15/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/10 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 9, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/13 fráköst/5 stolnir, Anna Soffía Lárusdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 5/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/9 fráköst, María Björnsdóttir 0, Kristín Birna Sigfúsdóttir 0.
Hamar: Suriya McGuire 8/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/12 fráköst, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 5, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3/3 varin skot, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 1, Karen Munda Jónsdóttir 1, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Erika Mjöll Jónsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0/4 fráköst, Heiða Björg Valdimarsdóttir 0/4 fráköst.

Haukar-Stjarnan 78-62 (23-13, 14-20, 15-13, 26-16)
Haukar: Pálína María Gunnlaugsdóttir 23/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 17/15 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 8, Sólrún Inga Gísladóttir 8, María Lind Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/6 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0.
Stjarnan: Chelsie Alexa Schweers 34/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/11 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 4/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst, Sigríður Antonsdóttir 0, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0, Eva María Emilsdóttir 0, Erla Dís Þórsdóttir 0, Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -