Ari Gunnarsson var að vonum ósáttur með lið sitt eftir tap í Keflavík í kvöld og sagði að á meðan Keflavík voru tilbúnar að slást fyrir sínu þá var hans lið alls ekki tilbúið í leikinn. Ari fór einnig út í það hvernig Vodafone-höllinn er hvað eftir annað leigð út þannig að æfingar liðsins raskist.