Bjarni Magnússon sem þjálfað hefur lið ÍR í Domino's deildinni undanfarin tvö tímabil er hættur með liðið. Undir stjórn Bjarna endaði ÍR í 10.sæti síðasta vetur. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍR.
Í tilkynningu ÍR segir einnig:
Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað þrem á þessu tímabili og er sem stendur í 10.sæti deildarinnar.
Leit að eftirmanni Bjarna er hafin enda stutt í næsta leik sem er á miðvikudaginn við Njarðvík.
Stjórn KKD ÍR þakkar Bjarna kærlega fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.