spot_img
HomeFréttirMargrét Hálfdanardóttir stigahæst hjá Canisius

Margrét Hálfdanardóttir stigahæst hjá Canisius

Margrét Hálfdanardóttir leiddi kvennalið Canisius háskólans í tapi liðsins gegn Buffalo háskólanum en leikurinn fór 54-40. Margrét bætti við 2 fráköstum og 2 stoðsendingum á 32 mínútum. Sara Rún Hinriksdóttir lék 9 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig.

 

St. Francis sigraði Mount Saint Vincent 93-67 en þar lauk Gunnar Ólafsson leik með 8 stig, 2 fráköst og 2 varin skot. Dagur Kár var með 5 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum. St. Francis hafa nú unnið annan af tveimur leikjum sínum í vetur.

 

 

Furman sigruðu Appalachian State með öguðum leik á lokamínútunni, 79-70. Kristófer Acox skoraði ekkert en tók 4 fráköst og leiddi Furman liðið í stoðsendingum með 4. Furman hafa unnið báða leiki sína í vetur.

 

Marist skólinn sigraði Dartmouth 63-73 og hafa því unnið annan af báðum leikjum sínum í vetur. Kristinn Pálsson hitti illa í leiknum en endaði með 3 stig, tók 4 fráköst, varði 1 skot og stal 2 boltum á 28 mínútum.

 

Columbus State gjörsigraði Carver College 101-88. Matthías Orri Sigurðarson spilaði 7 mínútur og skoraði 2 stig auk þess að bæta við stoðsendingu.

Fréttir
- Auglýsing -