spot_img
HomeFréttirÍvar: Slóvakar gefa ekki tommu

Ívar: Slóvakar gefa ekki tommu

Karfan TV ræddi við Ívar Ásgrímsson landsliðsþjálfara eftir ósigur Íslands gegn Slóvakíu í kvöld. Ívar sagði Slóvakana grimma varnarlega og að það hafi verið erfitt að þær hafi fengið að spila líkamlega í kvöld. Ívar viðurkenndi einnig að það hafi verið erfitt að missa Gunnhildi Gunnarsdóttur í meiðsli. Hann sagðist þó ánægður með baráttuna í íslenska liðinu en sóknarleikinn þyrfti að laga. 

 

Mynd/ Axel Finnur

Fréttir
- Auglýsing -