spot_img
HomeFréttirValur Orri Valsson: Pepplistinn Minn

Valur Orri Valsson: Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikstjórnanda Keflavíkur, Val Orra Valsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Keflavík heimsækir Tindastól í kvöld á Sauðarkrók. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er í beinni útsendingu hjá TindastóllTv.

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

 

 

 

Valur:

 

White Iverson-Post Malone
Flottur gaur sem ákvað að henda í sig fléttum og út frá því henti hann í þetta lag, ofboðslega gott! Ættu allir að gefa því séns.

Change Locations-Drake & Future
Hef búið á mörgum stöðum, spilað með mörgum liðum og hittir þetta því beint í mark. Nei það er vitleysa, bara gott lag með tveimur sem eru á eldi.

 

Sorry-Justin Bieber
Kóngurinn í dag. Allt sem hann gerir er frábært.

 

Random-G Eazy
Það er eitthvað mjög flott við þetta lag, finnst það bara gott.

 

Redemption Song-Bob Marley
Róandi og algjör unun að hlusta á. Meistaraverk.

Ambition-Meek mill ft Rick Ross, Wale
Ég og Andri Dan tökum mjög oft rúnt fyrir leiki bara til að heyra þetta. Búið að koma okkur í gang núna í 3 ár. 

Fréttir
- Auglýsing -