spot_img
HomeFréttirLovísa Björt Henningsdóttir: Pepplistinn Minn

Lovísa Björt Henningsdóttir: Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum Haukinn og leikmann Marist College, Lovísu Björt Henningsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Marist College spilar gegn liði Louisville í "Gulf Coast Showcase" mótinu seinna í dag. 

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

 

Lovísa:

"Ég hlusta alltaf á tónlist fyrir leiki en ég reyndar breyti oft um lög fyrir leiki, það fer eftir í hvernig skapi ég er í og við hverja við erum að fara að spila. En hérna eru svona mest classisku myndi ég segja." 

Want to want me – Jason Derulo
Þetta lag kemur mér bara alltaf í góðan fíling! 

Sódóma – Sálin hans Jóns míns
Sálin klikkar aldrei og Sódóma kemur öllum í gott skap.

OMI- Hula hoop
Mér finnst flest öll spænsk lög virkilega skemmtileg og bara öll lög sem eru eitthvað lík spænskri tónlist. Svo minna spænsk lög mig alltaf á góðu tímana þegar ég og Auður Íris sungum / dönsuðum fyrir leiki við spænska tónlist haha. 

Justin Bieber – What do you mean?
Ég er ekki mikill Bieber fan en þetta lag er bara virkilega gott og þægilegt að hlusta á þegar maður er að labba upp í íþróttahús.

Big Rings – Drake & Future
I got a really big team, and they need some really big rings.. Það er bara eitthvað svo mikið liðs pepp við þetta lag! Svo er Drake bara snillingur og öll lögin hans mjög góð!! 

Jumpman – Drake & Future
Þetta lag er mikið spilað hérna úti í New York og þegar þetta lag er spilað byrja allir að syngja og dansa með haha þannig þetta peppar mann mjög mikið.

The way you make me feel – Michael Jackson 
Ég er huuuuge Michael Jackson fan, ég elska öll lögin hans og syng með þeim öllum! En þetta lag er mjög gott að hlusta á fyrir leiki.

Það var lagið – Haukar / Páll Rósinkranz
Fyrir utan það að þetta er besta íslenska lagið og kemur okkur Haukafolki alltaf í góðan fíling, þá minnir þetta lag mig alltaf á þegar við Haukastelpur urðum bikarmeistarar árið 2014. Því verður seint gleymt! 

Good feeling – Flo Rida
Þetta lag er bara svona gamall og gott sem að klikkar ekki.

Single ladies – Beyoncé
Beyoncé er Queen B, það er ekki hægt að "Go wrong"  með Queen B. Mér finnst mjög gott að hlusta á flest lög með henni fyrir leiki. Það komast allir í gott skap við að hlusta á þennan meistara.
 

Fréttir
- Auglýsing -