ÍA heimsótti Fjölni í Dalhúsum í kvöld í von um að bæta stöðu sína á töflunni en Fjölnir mátti ekkert missa því liðið er í hörkubaráttu við Val um toppsætið. Fjölnir spilaði betur lengst af en Grafarvogsbúar eru með umtalsvert meiri breidd en þeir frá Akranesi. Fjölnir varði heimavöll sinn og tryggði sér sigurinn 111-92 þrátt fyrir áhlaup ÍA í upphafi fjórða hluta.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimamönnum tókst að rífa sig lausa þegar líða tók á 1. hluta leiksins. Fjölnir spilaði hratt og skipti ört og átti ÍA ekki svör við því með mun grynnri bekk.
Leikurinn var nánast einstefna til Fjölnis mest allan leikinn þar til í upphafi 4. hluta þegar Fjölnir hafði náð um 20 stiga mun. Þá blés ÍA til áhlaups og náði að minnka muninn niður í 9 stig með hörku varnarleik en Fjölni missti boltann ítrekað og hitti illa á þessum kafla.
Nær komust þó ÍA menn ekki því Fjölnir snéri þróuninni við og landaði sigrinum örugglega, 111-92.
Collin Pryor átti frábæran leik fyrir Fjölni með 33 stig og 15 fráköst. Hjá ÍA var Seat Tate stigahæstur með 29 stig en Jón Orri Kristjánsson setti upp heljarinnar tröllatvennu með 25 stig og 18 fráköst.
Fjölnir-ÍA 111-92 (30-22, 30-19, 24-20, 27-31)
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 33/15 fráköst, Róbert Sigurðsson 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Egill Egilsson 17/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 15, Árni Elmar Hrafnsson 8, Alexander Þór Hafþórsson 8/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Sigmar Jóhann Bjarnason 2, Helgi Hrafn Halldórsson 2, Valur Sigurðsson 1, Smári Hrafnsson 0.
ÍA: Sean Wesley Tate 29, Jón Orri Kristjánsson 25/18 fráköst, Áskell Jónsson 16/4 fráköst, Jón Rúnar Baldvinsson 10, Ómar Örn Helgason 8, Axel Fannar Elvarsson 2, Pétur Aron Sigurðarson 2, Þorsteinn Helgason 0, Þorleifur Baldvinsson 0, Birkir Guðjónsson 0.