Nú þegar er hafinn umræða um hvor Kobe Bryant búningurinn verði hengdur í rjáfur Staples Center þegar goðið lætur af störfum endanlega. Kobe spilaði bæði í treyju númer 8 og svo 24. "Við höfum hist í stjórninni og rætt þetta lauslega. Nú þegar hann hefur gefið út að þetta sé hans síðasta tímabil förum við líkast til af meiri krafti í þessa umræðu" sagði óþekktur forráðamaður Lakers í samtali vestra hafs.
Líkast til leyfa Lakers Kobe sjálfum að ráða og þá er líklegt að hann velji treyjuna með tölunni 24 á. Kobe var fyrstu 10 árin í treyju númer 8 og vann þrjá af fimm titlum sínum í því númeri. Kobe skipti svo í töluna 24 tímabilið 2006-2007 sem var sama númer og hann var í þegar hann var í menntaskóla.