Sex taplaus lið í meistaraflokki - Karfan
spot_img
HomeFréttirSex taplaus lið í meistaraflokki

Sex taplaus lið í meistaraflokki

Síðustu ósigruðu vígi úrvalsdeildar féllu á dögunum þegar karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka töpuðu sínum fyrstu leikjum á tímabilinu. Þó eru enn eftir lið í deildarkeppnum meistaraflokkanna sem eru ósigruð. Valsmenn og Skallagrímskonur tróna t.d. á toppi 1. deildanna, Valur með 6 sigra og Skallagrímur 8.

Þá eru fjögur lið í 2. deild og 3. deild karla sem enn hafa ekki tapað leik og spurning hverjir munu halda sigurgönguna út. 

Staða efstu liða í meistaraflokkum á Íslandi

Domino´s-deild karla

Keflavík 7-1

Domino´s-deild kvenna

Snæfell 8-1

Haukar 7-1

1. deild karla

Valur 6-0

1. deild kvenna

Skallagrímur 8-0 

2. deild karla

Leiknir 5-0

Njarðvík b 4-0 

3. deild karla

KFÍ b 5-0

Laugdælir 4-0

Mynd úr safni/ Ágúst Björgvinsson og Valsmenn hafa unnið alla sex leiki sína til þessa í 1. deild karla. 

Fréttir
- Auglýsing -