spot_img
HomeFréttirNæstum óaðfinnanlegur leikur ÍR

Næstum óaðfinnanlegur leikur ÍR

Snæfellingar tóku á móti ÍR í Stykkishólmi. Snæfellingar voru fyrir leikinn í 6. Sæti með 8 stig og ÍR ekki langt undan með 6 stig í 10 .sæti þannig að það ekki er langt á milli liða í deildinni. Það var því gríðalega mikilvægt fyrir bæði lið að fá stigin í hús.

ÍR byrjaði betur og framan af komust þeir í forystu 5-12 en Snæfellingar hittu ekki vel og ÍR refsaði. Snæfellingar voru óeinbeittir í varnarleik sínum og ÍR gátu valsað um að vild. Kristján Pétur kom inn á sinn gamla heimavöll og smellti strax þremur stigum niður og kom ÍR í 15-25. ÍR mönnum virtist líða bara nokkuð vel í upphafi leiks og þeir báru merki nokkurs bata og voru ákveðnir og áræðnir. Snæfellingar voru hins vegar ekki að dansa og fengu á sig 29 stig í fyrsta hluta gegn sínum 18. Jonathan Mitchell var kominn með 17 stig fyrir ÍR réði hvað hann gerði þegar hann vildi.

Snæfellingar minnkuðu muninn í fjögur stig 25-29 en voru of mistækir til að gera sér mat úr því á því augnabliki. Það var nokkuð sem bar í milli í skotnýtingu liðanna en Snæfellingar voru með 30% 11/36 á meðan ÍR var með 50% 17/33 og voru að halda sér um 10 stigum yfir 32-43 yfir annan leikhlutann . Sveinbjörn Claessen kom með góðan þrist og Oddur Rúnar stal bolta og sett auðvelt sniðskot fyrir ÍR sem kom þeim í 32-48 og ÍR leiddi í hálfleik 38-48. Sigurður Þorvaldsson með 9 stig fyrir Snæfell og Sherrod Wright 7 stig. Jonathan Mitchell með 22 stig og Sveinbjörn 8 stig fyrir ÍR.

Snæfellingar voru að sína leik strax í upphafi seinni hálfleiks og var lítið ljós í leik þeirra sem ÍR slökti strax þegar staðan var 42-48 og komust í 42-57 emð 9 stiga áhlaupi. Framkvæmd sóknarleik og varnarleiks var góð og Snæfellingar hættu að skjóta á tímabili og voru einfaldlega að mæta dýrvitlausu ÍR liði í kvöld sem ætla að fylgja eftir síðasta leik sínum með stæl. 20-11 fyrir ÍR í þriðja leikhluta og Snæfellingar þurftu orðið á einhverju auka að halda, bara einhverju og ÍR leiddi 49-68.

Oddur Rúnar var að kom sterkur inn í seinni hálfleikinn og þá meira á stigatöflunni en kappinn hafði spilað fantafína vörn. ÍR leiddi 54-76 og ekkert var í kortunum frægu að þeir gæfu eftir þau tvö stig sem þeir voru komnir með aðra höndina á þegar 6 mínútur voru eftir. ÍR sigldi þessu örugglega í höfn og sigraði 72-96 og voru hreinlega frábærir í kvöld gegn andlausu liði Snæfells sem misstu Óla Ragnar meiddan útaf og Sigurður Þorvaldsson kenndi sér meins í lok leiks.

Hjá Snæfelli var Sherrod Wright að skorað 18 stig, Sigurður Þorvaldsson 14 stig og 10 fráköst og Auistin Magnús var með 14 stig. Stefán Karel setti niður 10 stig og tók 10 fráköst. Í liði ÍR var Jonathan Mitchell með 32 stig sem fór ekki mikið fyrir og tók hann 13 fráköst. Oddur Rúnar kom næstur með 24 stig. Sveinbjörn „200“ Claessen var sem unglamb og spilað feikna vel í kvöld endaði með 14 stig og stoppaði álíka í vörninni. Með þessum sigri eru ætla ÍR menn ekki að sitja eftir og eru í 10. sæti en með 8 stig líkt og liðin þrjú þar fyrir ofan en Snæfell er í því 7. einnig með 8 stig.

Myndasafn/ Eyþór Benediktsson
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -