Vatnið er blautt, himininn er blár og opinn þristur frá Steph Curry fer ofaní. Þessi lögmál er Kemba Walker leikmaður Charlotte Hornets búinn að sætta sig við. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Kemba Walker verða frekar súran þegar hann sér Steph Curry hlaða í þrist, og í raun löngu áður en Curry er búin að skjóta boltanum. Andrew Bogut liðsfélagi Curry hafði ekki miklar áhyggjur af sóknarfrákastinu heldur og sparaði sér erfiði og tíma með því að skokka beint aftur í vörnina.