spot_img
HomeFréttirSnorri Páll fékk eins leiks bann

Snorri Páll fékk eins leiks bann

Snorri Páll Sigurðsson leikmaður Ármanns í 1. deild karla hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ.

Snorri fær bann fyrir háttsemi sína í leik Ármanns og Þórs frá Akureyri þann 27. nóvember síðastliðinn. Þór vann leikinn 85-107. Snorri gerði 6 stig í leiknum og tók 8 fráköst en hann hefur verið með 10,7 stig, 4,3 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Ármanni það sem af er tímabili. 

Mynd/ [email protected] – Snorri í leiknum umrædda gegn Þór.

Fréttir
- Auglýsing -