KR var rétt í þessu að vinna spennusigur á Tindastól í Domino´s-deild karla. Framlengja varð viðureign liðanna þegar að Michael Craion jafnaði leikinn með 0,6 sekúndur eftir á leikklukkunni. KR var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og kláraði verkefnið 80-76 í hörku leik.
Michael Craion var stigahæstur í liði KR í kvöld með 17 stig og 14 fráköst. Þá bætti Brynjar Þór Björnsson við 14 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum. Hjá Tindastól voru þeir Pétur Rúnar Birgisson og Darrel Lewis báðir með 21 stig.
KR-Tindastóll 80-76 (20-15, 23-21, 18-17, 11-19, 8-4)
KR: Michael Craion 17/14 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 14, Helgi Már Magnússon 13, Ægir Þór Steinarsson 10/10 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/4 fráköst, Björn Kristjánsson 6, Pavel Ermolinskij 4/10 fráköst/7 stoðsendingar/4 varin skot, Arnór Hermannsson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 21/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 21/4 fráköst, Jerome Hill 13/7 fráköst, Darrell Flake 7/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 5, Viðar Ágústsson 5/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 2, Svavar Atli Birgisson 2, Hannes Ingi Másson 0, Pálmi Geir Jónsson 0, Arnþór Freyr Guðmundsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson
Nánar um leiki kvöldsins síðar…
Mynd/ [email protected] – Frá viðureign KR og Tindastóls í kvöld. Craion kom leiknum í framlengingu.