Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia virðast fylgja fordæmi GS Warriors í NBA deildinni en þeir virðast einfaldlega ekki getað tapað. Nú í kvöld níundi sigur þeirra í ACB deildinni og þeir appelsínugulu trjóna toppi deildarinnar. Hinsvegar eru risarnir Real Madrid og Barcelona fast á hæla liðsins með aðeins eitt tap á bakinu í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
Jón Arnór Stefánsson fagnaði áframhaldandi samningi sínum við félagið og skoraði 11 stig á 18 mínútum. Valencia spilar næst gegn liði Fuenlabrada í deildinni en þeir eru um miðja deild.