Fjöldi bikarleikja hefur farið fram síðustu daga og vegna veðurs var tveimur bikarleikjum frestað í dag. Í kvennaflokki er ljóst hvaða átta lið munu vera í bikarskálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit en þrír leikir eru eftir í karlaflokki.
Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik í karlaflokki eftir skell í Mustad-höllinni í Grindavík en kvennamegin eru Grindavíkurkonur enn með í baráttunni eftir 86-61 sigur á Njarðvík um helgina.
Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit karla
Grindavík
Þór Þorlákshöfn
Skallagrímur
Haukar
Njarðvík b
Leikir sem efir eru í 16-liða úrslitum karla
Hamar – Njarðvík
Keflavík – Valur
Haukar b – KR
Liðin sem eru komin í 8-liða úrslit kvenna
Haukar
Snæfell
Keflavík
Grindavík
Skallagrímur
*Hamar
*Valur
*Stjarnan
*Lið sem sátu hjá fyrstu umferð og komust beint í 8-liða úrslit
Mynd/ Bára Dröfn