spot_img
HomeFréttirKeflavík sveif áfram í 8 liða úrslitin

Keflavík sveif áfram í 8 liða úrslitin

 

Lið Keflavíkur sigraði Val í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins með 97 stigum gegn 70. Fyrir leikinn kannski ekki búsit við mikilli mótstöðu fyrir heimamenn í Keflavík þar sem að Valur leikur í 1. deild á meðan að Keflavík trónir á toppi efstu deildar.

 

Það voru hinsvegar gestirnir frá Hlíðarenda sem byrjuðu leikinn betur. Í fyrsta leikhlutanum tóks liði Vals að ná heilli 7 stiga forystu og þá eflaust hefur farið eitthvað um áhorfendur í Keflavík í ljósi úrslita þeirra manna í síðustu leikjum. Heimamenn hinsvegar girtu sig í brók og náðu að rétta stöðuna fyrir enda leikhlutans, en hann endaði með 3 stiga forystu heimamanna (27-24)

 

Að fordæmi fyrirliðans, Magnúsar Þórs Gunnarssonar, setti Keflavík svo í þriðja gírinn í öðrum leikhlutanum og náði að slíta sig frá gestunum og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn kominn í ein 14 stig (54-40)

 

Í seinni hálfleiknum héldu heimamenn svo áfram þaðan sem frá var horfið, en sá þriðji endaði í mestu forystu heimamanna, 28 stigum (77-49) Tölurnar þegar þarna er komið við sögu eru hinsvegar kannski hættar að gefa alla myndina. Bæði lið, að er virtist, voru búin að einhverju leyti, að sætta sig við gefna niðurstöðu. Bekkir beggja liða fengu að spila mikið þar sem aðeins 4 leikmenn spiluðu undir 12 mínútum (beggja liða / í leiknum í heildina) og allir leikmenn nema 1 komust á blað m.t.t. stigaskors.

 

Fjórði og síðasti leikhlutinn var þrátt fyrir þetta langt frá því að vera leiðinlegur. Leikmenn beggja liða virtust vera að spila af fullum krafti. Fleygðu sér t.a.m. í alla bolta. Valur sigraði þennan síðasta leikhluta með 1 stigi (20-21) og fór svo að Keflavík sigldi 27 stiga sigri (97-70) í hús og eru því komnir í 8 liða úrslit bikarkeppni þessa árs.

 

Maður leiksins var leikmaður Keflavíkur, Earl Brown, en hann skoraði 28 stig, tók 9 fráköst, stal 4 boltum, varði 3 skot og gaf 2 stoðsendingar á þeim 28 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

Tölfræði

 

Myndir (SBS)

 

Umfjöllun & viðtöl / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -