Körfuknattleiksdeild UMFN tilkynnti í dag að met sé nú sett í fjölda iðkenda í yngri flokkum félagsins. Yfir 200 iðkendur eru nú skráðir hjá félaginu og segir í tilkynningu að þetta sé griðarlegur fjöldi í ekki stærri byggð en raun ber vitni. Tilefni þessarar tilkynningar var sú að kvittað var undir áframhaldandi samninga við þjálfara yngri flokka félagsins.
Undirritaður hefur fylgst með unglingaráði UMFN um nokkurra ára skeið og þar fer afskaplega vandað fólk með fagleg vinnubrögð að vopni. Þessu fólki er í raun aldrei hrósað nægilega mikið fyrir störf sín.
En slíkt fólk er ekki bara að finna hjá UMFN því um allt land leggur fólk til sinn eigin frítíma í að sinna starfinu. Og launin eru ekki lögð inná bók eða koma inn um lúguna í umslagi. Launin eru ánægð og heilbrigð börn sem stunda íþróttir. Forvarnargildi og félagsleg áhrif barnanna er svo lífeyririnn á þessum "launamiða" því sá þáttur lifir með þeim um ókomna tíð.