spot_img
HomeFréttirSveinbjörn: Ég elska þetta félag

Sveinbjörn: Ég elska þetta félag

 

Leikmaður ÍR, Sveinbjörn Claessen, náði þeim merka áfanga í leik ÍR og Snæfells um daginn, að spila leik númer 200 fyrir félagið. Hann var sérstaklega hylltur af áhorfendum þegar hann var kynntur fyrir leikinn sem og leystur út með gjöfum af stjórn körfuknattleiksdeildarinnar.

 

Sveinbjörn, sem byrjaði fyrir alvöru að spila fyrir meistaraflokk í kringum 2004 hefur síðan haldið tryggð sinni við uppeldisfélag sitt og þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ein verstu meiðsl sem körfuknattleiksmaður getur þurft að vinna sig úr, tvisvar, hefur hann alltaf komið aftur. Því ber að fagna.

 

Karfan.is vill nota tækifærið til að óska þessum mikla stríðsmanni til hamingju með áfangann.

 

Myndir

 

 

Viðtal:

Fréttir
- Auglýsing -