Cristopher Caird átti góðan leik með FSu í kvöld þegar nýliðarnir lágu naumlega gegn Íslandsmeisturum KR í Domino´s-deild karla. Karfan TV ræddi við Cris og Helga Magnússon sem einnig átti flottan leik í röðum KR. Chris sagði engan vafa á því að undanfarið hefðu orðið framfarir í herbúðum FSu en Helgi sagði FSu hafa verið flotta og áréttaði að menn ættu að koma klárir til leiks en KR átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik.