spot_img
HomeFréttirHilmir frá næsta mánuðinn

Hilmir frá næsta mánuðinn

Hilmir Kristjánsson leikmaður Grindavíkur verður frá leik næsta mánuðinn eða svo en kappinn er nýkominn úr aðgerð. Hilmir lék ekki með Grindvíkingum vegna þessa gegn Tindastól síðastliðinn fimmtudag.

Grindvíkingar eru eins og kunnugt er án Bandaríkjamanns eftir að Wise hélt til Suður-Kóreu og því syrtir enn í álinn í fjarveru Hilmis sem hefði verið vel þegin aðstoð í teig Grindvíkinga. Hilmir hefur verið með 6,8 stig og 2,1 frákast í þeim níu leikjum sem hann hefur spilað með Grindavík á tímabilinu. 

Fréttir
- Auglýsing -