Í nótt lauk magnaðri byrjun Golden State Warriors í NBA deildinni þegar liðið tapaði sínum fyrsta leik og það gegn Milwaukee Bucks. Lokatölur 108-95 Milwaukee í vil.
Tuttugu og fjögurra leikja sigurgögnu Golden State er því komin á endastöð en Steph Curry og félagar eiga engu að síður metið fyrir bestu byrjun í sögu deildarinnar.
Óhætt er að segja að Milwaukee Bucks séu „party poopers“ því tímabilið 1971-1972 þegar Lakers vann 33 deildarleiki í röð voru það einmitt Bucks sem stöðvuðu líka þá veislu.
Greg Monroe var svaklegur í liði Bucks í nótt með 28 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en Steph Curry gerði 28 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Golden State.
Mynd með frétt/ Greg Monroe fór mikinn hjá Bucks í nótt.
Helstu tilþrif leiksins
Öll úrslit næturinnar
1 | 2 | 3 | 4 | T |
---|---|---|---|---|
16 | 22 | 35 | 25 | 98 |
|
|
Fréttir |