Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Stjörnunnar, Tómas Heiðar Tómasson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Lið Stjörnunnar heimsækir Keflavík í kvöld kl. 19:15 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Tómas:
"Ég pæli ekki eins mikið í hvað ég hlusta á leikdegi og ég gerði áður, en þetta verður pepplistinn minn í dag"
Sigur Rós – Flugufrelsarinn
Örugglega mitt all-time uppáhalds fyrir-leik lag.
Drake – Energy
Hef alltaf mikið hlustað á Drake til að koma mér stuð. Mér fannst mjög töff innkoman hjá Gallinari og félögum við þettta lag á EM.
Justin Bieber – Love Yourself
Liðsfélaginn minn Justin Shouse kynnti mér fyrir þessu lagi, en síðan þá hef ég hlustað mikið á það.
Kanye West ft. Lil Wayne – See you in my nightmares
Þetta var mikið í spilun uppi á hóteli hjá okkur strákunum í u18.
Supertramp – The Logical Song
Þetta lag var alltaf spilað í Húsarútunni sem sá um að koma strákum úr Húsahverfinu á æfingar í Rimaskóla. Þá var Tommi Holton bílstjóri og ég, Ægir, Addú og Óli Kol farðþegar.
"…og kannski eitt tvö jólalög"
Áður höfðum við fengið lista frá: