spot_img
HomeFréttirTómas Heiðar - Pepplistinn Minn

Tómas Heiðar – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Stjörnunnar, Tómas Heiðar Tómasson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Lið Stjörnunnar heimsækir Keflavík í kvöld kl. 19:15 og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

 

 

Tómas:

"Ég pæli ekki eins mikið í hvað ég hlusta á leikdegi og ég gerði áður, en þetta verður pepplistinn minn í dag" 

 

Sigur Rós – Flugufrelsarinn

Örugglega mitt all-time uppáhalds fyrir-leik lag.

 

Drake – Energy

Hef alltaf mikið hlustað á Drake til að koma mér stuð. Mér fannst mjög töff innkoman hjá Gallinari og félögum við þettta lag á EM.

 

Justin Bieber – Love Yourself

Liðsfélaginn minn Justin Shouse kynnti mér fyrir þessu lagi, en síðan þá hef ég hlustað mikið á það. 

 

Kanye West ft. Lil Wayne – See you in my nightmares

Þetta var mikið í spilun uppi á hóteli hjá okkur strákunum í u18. 

 

Supertramp – The Logical Song

Þetta lag var alltaf spilað í Húsarútunni sem sá um að koma strákum úr Húsahverfinu á æfingar í Rimaskóla. Þá var Tommi Holton bílstjóri og ég, Ægir, Addú og Óli Kol farðþegar.

 

"…og kannski eitt tvö jólalög"

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur

Fréttir
- Auglýsing -