spot_img
HomeFréttirÞórsarar fara sigurreifir í jólafríið

Þórsarar fara sigurreifir í jólafríið

Snæfell og Þór mættust í Hólminum og var Sigurður Þorvaldsson í leikmannahóp Snæfells og Grétar Ingi var kominn inn í lið Þórs. Snæfellingar í 10 sæti með 8 stig og Þór í 5. Sæti með 12 stig fyrir leikinn og allir vilja stigin og þurfa.

 

Snæfellingar byrjuðu afleitlega á meðan Þórsarar byrjuðu hinsvegar betur og komust í 2-10 mjög fljótt. Vörn Þórs var þétt í upphafi og Snæfellingar voru ekki með miðið rétt stillt. Þegar heimamenn virtust ætla að sækja 10-15 þá gerðust þeir sekir um að rétta boltann í hendur gestanna sem gerðu fimm stig á fimm sekúndum og staðan 10-20. Ragnar Örn Bragason lokaði fyrsta hluta á þrist sem gaf Þór forystu 17-30 sem höfðu þetta um 10 stiga forystu yfir leikhlutann.

 

Sherrod Wright hjá Snæfelli var kominn með 14 af þessum 17 stigum þeirra en hann skoraði fyrstu 10 stig þeirra einnig. Snæfelli sárvantaði fleiri inní leikinn sem þeir fengu sumpart er þeir náðu að tálga af forskoti gestana 30-36 og voru að anda í hálsmálið þegar Þórsarar tóku verulega á því síðustu mínútuna og skiluðu 13 stigum gegn 2 Snæfells og staðan í hálfleik 32-49. Sherrod Wright var kominn með 19 stig fyrir Snæfell og Vance Hall með 17 stig fyrir Þór.

 

38-58 og Þórsara voru komnir í þægilega 20 stiga forystu og Snæfellsmenn þurftu að eyða orku í að elta það en á meðan Þórsaarar hlaupa sóknirnar eins og að drekka vatn og Snæfellingar að sama skapi vörnina eins og menn að kom úr kaffi, hægir og þungir í hælana þá var það spurning hvort það væri yfir höfuð hægt. Fámennt að verða á leikjum Snæfells í vetur og lítið heyrist nema kvart og kvein og lítill stuðningur í stúkunni. Meira áhorfendur en stuðningsmenn segi ég. En það afsakar ekki slaka spilamennsku Snæfells sem voru undir 52-72 eftir þriðja fjórðung.

 

Það var eins og Þór væru leiðir á að labba inn opna miðjuna í vörn Snæfells en létu sig hafa það þar sem þeir fengu það frítt. Þór komust þá 61-86 og voru að spila þægilegann sóknarleik. Máltækið að þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur átti ekki við, þegar fjórar mínútur voru eftir og staðan 63-88, því hún var byrjuð að góla. Leikurinn endaði 82-100 fyrir Þór sem áttu ekkert erfitt kvöld og taka tvö stigin úrþessum leik og eru þá með 14 stig en Snæfell sitja í neðri hlutanum og þurfa nú á miklu að halda í seinni hlutanum eftir áramót.

 

Stighæstir hjá Snæfelli voru Sherrod Wright með 29 stig og Austin Barcey með 22 stig. Í liði Þórs var Vance Hall með 37 stig og 10 fráköst og Grétar Ingi var með 17 stig.

 

Snæfell-Þór Þ. 82-100 (17-30, 15-19, 20-23, 30-28)
Snæfell: Sherrod Nigel Wright 29/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Óskar Hjartarson 9, Viktor Marínó Alexandersson 6, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/4 fráköst, Jón Páll Gunnarsson 2, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Stefán Karel Torfason 2/9 fráköst, Baldur Þorleifsson 0, Birkir Freyr Björgvinsson 0, Hafsteinn Helgi Davíðsson 0. 
Þór Þ.: Vance Michael Hall 37/10 fráköst/5 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 13/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 9, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 3, Magnús Breki Þórðason 2, Baldur Þór Ragnarsson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0. 

 

Umfjöllun: Símon B Hjaltalin

Myndasafn: Sumarliði Ásgeirsson

 

Fréttir
- Auglýsing -