„Þór er með mjög skemmtilegt lið, sprækir og vel spilandi. Varnavinnan hjá okkur í dag var slök og við vorum eftir á frá fyrstu mínútu og þeir skora á okkur þrjátíu stig í fyrsta leikhluta og búa sér til þægilega forystu. Við náðum þessum með góðri baráttu niður einhver sex stig sem ég var ánægður með en við vorum bara klaufar á þeim tíma líka og fegnum alltof mörg stig á okkur strax á eftir þessu á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og þeir léku okkur grátt. Við vorum einfaldlega ekki nógu grimmir á varnarstöðunum okkar. Það er klárt að Grétar tekur pláss í teignum og það eru gæði í þeim leikmanni og er greinilega koma sem góð viðbót við þetta lið.
Við þurfum að laga varnarleikinn okkar og það var líka gott að sjá Sigga hlaupa þennan leik sem er það mesta í þessum meiðslum og við þurfum að fá hann í betri æfingu og betra form því Siggi í formi er gulls ígildi. Við erum þokkalega sáttir með að vera með átta stig sem stendur en við þurfum að safna fleiri stigum í sarpinn og þurfum að fara í alla leik með það í huga þar sem við erum mjög meðvitaðir um að við erum að berjast fyrir því að tryggja tilveru Snæfells í efstu deild. Við notum svo hátíðarnar vel til fara yfir okkar leik, hvílast, nærast og elskast.“
Símon B. Hjaltalín