Helgi Jónas Guðfinnsson fyrrum landsliðsmaður og þjálfari hefur sagt skilið við körfuboltann en er engu að síður enn viðloðandi íþróttir. Viðloðandi er kannski ekki orðið því frumkvöðull ætti jafnvel meira við hann þar sem hann hefur hannað og búið til sitt eigið þjálfunarkerfi sem kallast Metabolic og eru landsmenn víða um allt land farnir að stunda Metabolic reglulega.
Nú er svo komið að Helgi Jónas hefur í samstarfi við félaga sinn Greg Justice gefið út bókina "Where Fit Happens"
"Það er ekkert leyndarmál að ég hef gríðarlegan áhuga á þessu viðfangsefni. En bókin sem slík kom mjög óvænt upp. Ég var að biðja um aðstoð með allt annað verkefni en þá stakk Greg Justice vinur minn uppá því að hvort við ættum ekki bara að gefa út bók saman." sagði Helgi í viðtali við Karfan.is
Bókin fjallar um svo kallað HIIT (High Intensity Interval Training) og Metabolic. Sem í grófum dráttum má lýsa sem tímasettri stöðvaþjálfun. Helgi hefur sagt skilið við körfuknattleik að fullu en hann neyddist til að segja frá því að þjálfa Keflavíkurliðið hér fyrir um 2 árum síðan.
Bók er komin út á Amazon og heitir sem fyrr segir "Where Fit Happens" og geta allir hlaðið henni niður frítt í takmarkaðan tíma í gegnum Kindle.