Fátt fær nú stöðvað sigurgöngu Valencia í ACB deildinni en í dag setti liðið met þegar það sigraði í sínum 21. leik í röð. Leikurinn í dag var gegn liði Manresa. Með liði Manresa spilaði Haukur Helgi Pálsson fyrir fáeinum árum síðan. Jón Arnór skoraði 7 stig og tók tvö fráköst í 62:74 sigri Valenica á Manresa í dag.
Sem fyrr trónir liði nú á toppi ACB deildarinnar eftir 11 umferðir en næsti leikur liðsins er gegn UCAM Murcia, en liðið var eitt af þeim liðum sem reyndu að fá Jón til sín fyrir þetta tímabil.