spot_img
HomeFréttirFjölnir sigraði örugglega í Dalhúsum

Fjölnir sigraði örugglega í Dalhúsum

Fjölnir komst upp að hlið Vals á toppi 1. deildar karla þegar liðið lagði Breiðablik í Dalhúsum í kvöld. Eftir jafna byrjun náði Fjölnir yfirhöndinni rétt eftir miðjan 1. leikhluta og leiddi að honum loknum með 9 stigum 32-23. Breiðablik náði með mikilli baráttu að minnka muninn niður í eitt stig um miðjan 2. leikhluta, í stöðunni 34-33. Í kjölfarið fylgdi sterkur fimm mínútna kafli hjá heimamönnum sem skilaði þeim 17 stiga forystu í hálfleik, 57-40. Fjölnir jók forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik og sigraði að lokum með 30 stigum, 107-77.  

Hjá Breiðablik var Snjólfur Björnsson atkvæðamestur með 15 stig og 4 fráköst. Snorri Vignisson byrjaði leikinn af miklum krafti og endaði með 13 stig fyrir Breiðablik, Egill Vignisson skoraði 11 stig og Sigurður Þórarinsson bætti við 10 stigum auk þess að taka 5 fráköst. 

Allir leikmenn Fjölnis komust á blað í leiknum. Róbert Sigurðsson nýtti vel skot sín fyrir utan þriggja stiga línuna og setti niður 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum, hann endaði leikinn með 25 stig og 7 stoðsendingar. Collin Pryor skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og Bergþór Ægir Ríkharðsson skoraði 16 stig.    

Fjölnir 107 – 77 Breiðablik (32-23, 25-17, 27-22, 23-15)

Stigaskor Fjölnis: Róbert Sigurðsson 25 stig/7 stoðsendingar, Collin Pryor 19 stig/6 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 16 stig, Egill Egilsson 8 stig, Heiðar Bjarki Vilhjálmssson 7 stig, Garðar Sveinbjörnsson 6 stig, Alexander Þór Hafþórsson 6 stig/4 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 6 stig, Valur Sigurðsson 4 stig, Þorgeir Freyr Gíslason 4 stig/6 fráköst, Smári Hrafnsson 3 stig, Sindri Már Kárason 3 stig.

Stigaskor Breiðabliks: Snjólfur Björnsson 15 stig, Snorri Vignisson 13 stig, Egill Vignisson 11 stig, Sigurður Þórarinsson 10 stig/5 fráköst, Halldór Halldórsson 8 stig, Breki Gylfason 5 stig/5 fráköst, Þröstur Kristinsson 4 stig, Brynjar Karl Ævarsson 4 stig, Ragnar Jósef Ragnarsson 3 stig, Garðar Pálmi Bjarnason 2 stig, Sveinbjörn Jóhannesson 2 stig, Bjarni Steinn Eiríksson 0 stig. 

Myndasafn (Bára Dröfn)

Mynd: Róbert Sigurðsson að setja niður eitt af þriggja stiga skotum sínum fyrir Fjölni í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -