Undir 20 ára lið kvenna lagði Danmörku í dag í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje, 66-58. Íslenska liðið leiddi nánast allan leikinn, en þurfti að hafa fyrir sigrinum þar sem að Danmörk var aldrei langt undan.
Karfan spjallaði við Stefaníu Teru Hansen eftir leik í Södertalje, en hún skilaði tveimur stigum og frákasti á tæpum 8 mínútum spiluðum í leiknum. Stefanía er að koma í fyrsta skipti inn í landsliðshóp Íslands og segir hún reynsluna vera góða og að hópurinn hafi tekið henni vel.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil