spot_img
HomeFréttirMYNDBAND: Chuck Garcia til Grindvíkinga

MYNDBAND: Chuck Garcia til Grindvíkinga

Grindavík hefur samið við nýjan Bandaríkjamann og varð Charles "Chuck" Garcia fyrir valinu. Garcia lék með Aaron Broussard sem Grindvíkingar ættu að kannast við, í Seattle háskólanum árið 2010 og hætti ári fyrr þar sem honum var gefið rækilega undir fótinn með að verða valinn í NBA nýliðavalinu. Eins og myndin gefur til kynna með þessari frétt þá spilaði hann í sumardeildinni með Pheonix Suns. 

 

Garcia var hinsvegar aldrei valin í NBA og hefur hann flakkað á milli deilda bæði í og utan Evrópu, þar á meðal ACB deildini á Spáni og núna síðast í S-Kóreu, einmitt í sama liði og Eric Wise fyrrum leikmaður UMFG spilar með núna. 

Garcia er 6´10 (ca 2,06-2,08) og rúm 100 kg.

Á Facebook síðu Grindvíkinga er tekið fram að miklar vonir séu bundnar við Garcia líkt og aðra erlenda leikmenn þeirra

 

Chuck þessi er háloftafugl eins og sjá má á þessum myndbandi hér að neðan. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -