Í gærkvöldi þegar leikur GSW og Cleveland fór fram í Oakland lét Mark Jackson sem var að lýsa leiknum fyrir CBS sjónvarpsstöðina falla nokkur orð um Step Curry besta körfuknattleiksmann heims þessar stundir sem féllu í gríttan jarðveg hjá mörgum. Mark gekk svo langt að segja að Step Curry væri að eyðileggja körfuboltan á vissan hátt.
"Step Curry er frábær leikmaður og er besti leikmaður deildarinnar. Hann er meistari og þegar ég segi það að hann sé að eyðileggja leikinn þá verðið þið að skilja það sem ég er að segja. Það sem ég meina er að þegar maður gengur inn í íþróttahús þessa dagana og sér unga leikmenn æfa sig þá hlaupa þeir núna bara að þriggja stiga línunni. Þið eruð ekki Steph Curry. Vinnið að öðrum þáttum í ykkar leik. Krakkarnir halda að hann sé bara "spot up" skotmaður" sagði Mark í útsendingunni.
Vissulega frekar djúpt tekið á árinni en í samhenginu gætu vissulega einhverjir tekið undir þettta með honum.
Here's Jackson's comment on Curry hurting the game. Apologize if any of it is inaudible. pic.twitter.com/cXIoOn79n5
— Basketball Society (@BBallSociety_) December 26, 2015