Haukakonan Helena Sverrisdóttir fór mikinn í leik Hafnfirðinga gegn Val í elleftu og síðustu umferðinni fyrir jól. Haukar unnu leikinn örugglega 93-77 þar sem Helena hótaði þrennu með 26 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir þessa vasklegu framgöngu fékk hún 44 framlagsstig og Haukar á toppi Domino´s-deildar kvenna yfir jólin. Helena Sverrisdóttir er Lykil-leikmaður 11. umferðar.