spot_img
HomeFréttirAri Gylfason - Pepplistinn Minn

Ari Gylfason – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann FSU, Ara Gylfason, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Lið FSU heimsækir Grindavík í Mustad höllina kl. 19:15 í kvöld.

 

 

Ari:

"Læt þetta duga í bili en eins og ég tók fram þá gæti þessi listi breyst frá degi til dags, en þessi lög eru alltaf hrikalega solid í peppið!"

 

J Cole – Fire Squad 
Þetta er lag sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hafði ekki hlustað mikið á það fyrr en stórfrændi minn Hlynur Hreinsson benti mér á og ég fæ hreinlega ekki nóg af því núna.

 

Drake & Future – Jumpman
Fæ ekki leið á þessu lagi og um leið er þetta gott up-beat lag sem kemur manni í gírinn.

 

Nas – NY State of Mind
Ein klassík. Flowið i þessu er svo gott í þessu,  að maður byrjar að kinka kolli í hrikalegum endurtekningum.

 

J Cole – Tale of 2 cities

 

Young Thug – With That
Virkilega gott flow í þessu og ég fílaði það strax þó ég hafi ekkert skilið textann til að byrja með.

 

Future – Blow a Bag 
Einn heitasti artistinn í dag með gott uptempo pepp lag.

 

Jay-Z – Public Service Announcement
Svo mörg lög með Jayz sem ég hefði getað valið en þetta varð fyrir valinu í dag. Ef ég hefði valið þennan lista einhvern annan dag hefði hann getað orðið allt öðruvísi, fer svo mikið eftir dögum hvað ég er í skapi til að hlusta á.

 

Lil' Wayne – BM. J.R. 
Eitt besta lag Weezy, hrikalega gott að blasta þessu.

 

Eminem – The Way I Am
50 Cent, 2 Pac og Eminem voru svona mínu fyrstu rapparar sem ég byrjaði að hlusta á og er þetta lag alveg geðveikt.

 

Drake – 6 Man
Þetta kemur mér hreinlega alltaf í gírinn. Drake er einn af mínum 2-3 uppáhalds röppurum í dag.

 

Kendrick Lamar – m.A.A.d City 
Fyrri parturinn af þessu lagi er algjör banger.

 

A$AP Rocky – Bass 
Eitt af lögum roocky sem hafa farið undir radarinn en ég hreinlega elska beatið í þessu. Vantar samt á Spotify sem er galli.

 

 

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

Ingva Rafn Ingvarssyni

Stefáni Karel Torfasyni

Eysteini Bjarna Ævarssyni

Sveinbirni Claessen

Emil Barja

Hlyni Hreinssyni

Ægi Þór Steinarssyni

Ragnari Nathanaelssyni

Kjartani Atla Kjartanssyni

Vali Orra Valssyni

Lovísu Björt Henningsdóttur

 

Fréttir
- Auglýsing -