Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann FSU, Ara Gylfason, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Lið FSU heimsækir Grindavík í Mustad höllina kl. 19:15 í kvöld.
Ari:
"Læt þetta duga í bili en eins og ég tók fram þá gæti þessi listi breyst frá degi til dags, en þessi lög eru alltaf hrikalega solid í peppið!"
J Cole – Fire Squad
Þetta er lag sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hafði ekki hlustað mikið á það fyrr en stórfrændi minn Hlynur Hreinsson benti mér á og ég fæ hreinlega ekki nóg af því núna.
Drake & Future – Jumpman
Fæ ekki leið á þessu lagi og um leið er þetta gott up-beat lag sem kemur manni í gírinn.
Nas – NY State of Mind
Ein klassík. Flowið i þessu er svo gott í þessu, að maður byrjar að kinka kolli í hrikalegum endurtekningum.
J Cole – Tale of 2 cities
…
Young Thug – With That
Virkilega gott flow í þessu og ég fílaði það strax þó ég hafi ekkert skilið textann til að byrja með.
Future – Blow a Bag
Einn heitasti artistinn í dag með gott uptempo pepp lag.
Jay-Z – Public Service Announcement
Svo mörg lög með Jayz sem ég hefði getað valið en þetta varð fyrir valinu í dag. Ef ég hefði valið þennan lista einhvern annan dag hefði hann getað orðið allt öðruvísi, fer svo mikið eftir dögum hvað ég er í skapi til að hlusta á.
Lil' Wayne – BM. J.R.
Eitt besta lag Weezy, hrikalega gott að blasta þessu.
Eminem – The Way I Am
50 Cent, 2 Pac og Eminem voru svona mínu fyrstu rapparar sem ég byrjaði að hlusta á og er þetta lag alveg geðveikt.
Drake – 6 Man
Þetta kemur mér hreinlega alltaf í gírinn. Drake er einn af mínum 2-3 uppáhalds röppurum í dag.
Kendrick Lamar – m.A.A.d City
Fyrri parturinn af þessu lagi er algjör banger.
A$AP Rocky – Bass
Eitt af lögum roocky sem hafa farið undir radarinn en ég hreinlega elska beatið í þessu. Vantar samt á Spotify sem er galli.
Áður höfðum við fengið lista frá: