spot_img
HomeFréttirKristófer Acox átti frábæran leik í sigri Furman

Kristófer Acox átti frábæran leik í sigri Furman

Furman Paladins sigruðu VMI örugglega í gærkvöld með 85 stigum gegn 57. Kristófer Acox átti stórleik með 15 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta. Furman hafa nú sigrað 7 leiki og tapað jafn mörgum.

 

 

Karlalið Marist tapaði gegn Canisius skólanum 92-83 í leik þar sem Kristinn Pálsson setti persónulegt stigamet með 18 stig. Kristinn skaut 6 þristum niður í 12 tilraunum. Kristinn bætti einnig við 4 fráköstum í leiknum.

 

Elvar Már Friðriksson gaf hvorki meira né minna en 13 stoðsendingar í sigri Barry á Rollins háskólanum 85-98. Barry liðið setti niður 22 þrista í leiknum í 42 tilraunum. Elvar bætti við 7 stigum og 4 fráköstum í leiknum. 

 

 

Martin Hermannsson leiddi LIU í stigaskori í tapleik liðsins gegn Mount St. Mary skólanum, 63-79. Martin var með 17 stig og hitti úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum, að viðbættum 4 fráköstum og 2 stoðsendingum. 

 

 

St. Francis Brooklyn töpuðu sínum 10 leik í gær, nú gegn Fairleigh Dickinson 77-86. Gunnar Ólafsson og Dagur Kár voru báðir í byrjunarliði St. Francis og skoraði Gunnar 5 stig en Dagur 3.

 

Kvennalið Canisius tapaði naumlega fyrir Fairfield 51-50 en tölfræði vantar úr leiknum. 

 

 

Columbus State sigruðu Francis Marion 94-82. Matthías Orri spilaði 14 mínútur en náði ekki að komast á blað í leiknum. 

Fréttir
- Auglýsing -