spot_img
HomeFréttirHelena og Ægir halda áfram að mata félaga sína

Helena og Ægir halda áfram að mata félaga sína

Í nóvember voru þau Ægir Þór Steinarsson og Helena Sverrisdóttir stoðsendingahæst og lítið hefur breyst í örlæti þeirra gagnvart liðsfélögum sínum.  Ægir og Helena héldu áfram uppteknum hætti og halda því titlinum DHL Sendlarnir fyrir desember mánuð. 

Í Dominosdeild karla sendi Ægir Þór heilar 20 stoðsendingar í desember.  7 slíkar sendi hann gegn bæði ÍR og FSu og svo hlóð hann í 6 stykki gegn Tindastól. 

 

Justin Shouse kom Ægi Þór næstur með 17 stoðsendingar í desember.  5 stoðsendingar sendi hann gegn Keflavík, 8 stykki gegn Snæfell sem er jafnframt flestar í einum leik í desember. Justin sendi svo 4 sendingar gegn Hetti

 

Jón Axel Guðmundsson var svo þriðji með 11 stoðsendingar í þessum þremur desember leikjum.  2 gegn Njarðvík, 5 gegn Tindastól og svo 4 gegn Haukum

Ægir   20
Justin  17 (8 í einum leik – flestar í desember)
Jón Axel  11

Flestar í vetur í einum leik karla: Justin  11 (gegn ÍR)  Jón Axel  11 (gegn Hetti)

 

 

Helena Sverrisdóttir ber höfuð og herðar í stoðsendingum kvenna í vetur. Helena sendi 22 stoðsendingar í desember.  9 slíkar komu gegn bæði Keflavík og Val sem voru flestar stoðsenindgar í einum leik í desember. En hún bætti svo við 4 gegn Grindavík. 

 

Guðbjörg Sverrisdóttir systir hennar kemur henni svo næst í desember.  Guðbjörg sendi 19 stoðsendingar í þremur leikjum. 8 stoðsendingar gegn Hamar,  7 gegn Stjörnunni og svo fjórar gegn Haukum. 

 

Margrét Kara Sturludóttir er svo þriðja í desember með 15 stoðsendingar. Kara sendi  3 stoðsendingar gegn Grindavík, en svo sendi hún 6 gegn bæði Val og Hamar. 

 

Desember stoðsendingar kvenna:
Helena 22 (9 mest í einum leik)
Guðbjörg 19
Kara  15

 

Flestar í einum leik í vetur: Helena   13 (Gegn Keflavík) 

Fréttir
- Auglýsing -