Undir 18 ára stúlkur hefja leik á morgun í Búlgaríu - Karfan
spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára stúlkur hefja leik á morgun í Búlgaríu

Undir 18 ára stúlkur hefja leik á morgun í Búlgaríu

Undir 18 ára stúlknalið Íslands hélt út til Sofiu í Búlgaríu í gær þar sem liðið keppir á EM 2023. Keppnin stendur yfir frá 30. júní til 9. júlí.

Ísland leikur í riðli með Króatíu, Hollandi, Danmörku og Norður Makedóníu. Eftir riðlakeppnina er leikið um sæti, annars vegar 1.-8. fyrir efstu liðin og svo um sæti 9.-15. fyrir hin. 

Hér er hægt að sjá allt dagskrá, riðla, lifandi tölfræði og streymi á heimasíðu FIBA U18 EM mótsins.

Íslenska liðið er skipaði þeim leikmönnum sem léku á NM í Svíþjóð fyrir rúmri viku:

Agnes Jónudóttir · Haukar

Anna Fríða Ingvarsdóttir · KR

Anna Margrét Hermannsdóttir  · KR

Anna María Magnúsdóttir · KR

Bergdís Anna Magnúsdóttir · Fjölnir

Dzana Crnac · Njarðvík

Emma Hrönn Hákonardóttir · Þór Þ.

Fjóla Gerður Gunnarsdóttir · KR

Heiður Karlsdóttir · Fjölnir

Helga María Janusdóttir · Hamar

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir · Þór Þ.

Sara Líf Boama · Valur

Benedikt Guðmundsson · Þjálfari

Baldur Már Stefánsson · Aðstoðarþjálfari

Lovísa Björt Henningsdóttir · Aðstoðarþjálfari

Indíana Lind Gylfadóttir · Sjúkraþjálfari

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -