Lewis Diankulu mun snúa aftur í Grafarvoginn og leika með Fjölni næsta vetur í fyrstu deildinni. Á síðasta tímabili og skilaði rúmlega 20 stigum í leik og 10 fráköstum að meðaltali.
Lewis er 28 ára, 201 cm kanadískur miðherji/framherji sem spilaði í sumar sem atvinnumaður fyrir lið í Bretlandi og Indónesíu en áður fyrr var hann fjögur ár, 2015 til 2019, í bandaríska háskólaboltanum.
Lewis sagðist við undirritunina vera ánægður að vera komin “heim” til síns heima frá Kanada og geta haft vinsamleg og jákvæð áhrif innan sem utan vallar. “Ég hef alla tíð síðan ný stjórn tók við í febrúar fundið fyrir miklum metnaði í uppbyggingu félagins, jafnt hjá yngri og eldri flokkum, og mig langar að vera hluti af þeirrri þróun, og það er ástæðan fyrir því að mig langar að taka slaginn áfram ásamt því að þjálfarinn og ég vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að ná því markmiði.”