spot_img
HomeFréttirIsabella Ósk bætti frákastamet tímabilsins

Isabella Ósk bætti frákastamet tímabilsins

Breiðablik skellti Fjölni 92-49 í 1. deild kvenna í kvöld. Öruggur sigur Kópavogskvenna þar sem Isabella Ósk Sigurðardóttir setti met á tímabilinu í 1. deild kvenna þegar hún reif niður 19 fráköst!

Fyrra metið átti Sólrún Sæmundsdóttir leikmaður Skallagríms þegar hún tók 17 fráköst í leik gegn einmitt Fjölni sem hefur átt á brattann að sækja þetta tímabilið á botni 1. deildar kvenna og hefur mátt fella sig við ósigur í öllum tíu deildarleikjunum. 

Isabella var með myndarlega tvennu í kvöld, 14 stig og 19 fráköst í liði Blika en stigahæst var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir með 27 stig og 12 fráköst. Þess má geta að Isabella tók fráköstin 19 á jafn mörgum mínútum í kvöld.

Mynd/ Bára Dröfn – Isabella að gera hvað annað en að …jú, stíga út og næla sér í frákast.

Fréttir
- Auglýsing -