spot_img
HomeFréttirFrank Booker-dagurinn er í dag

Frank Booker-dagurinn er í dag

Minnugir halda upp á Frank Booker daginn í dag en það eru 25 ár síðan kappinn kom til landsins og lék sinn fyrsta leik. Hans fyrsta verkefni í búningi ÍR var að smella 52 stigum yfir Njarðvíkinga. Grænir höfðu þó sigur í leiknum í Seljaskóla, lokatölur 99-106.

Booker er mörgum ofarlega í huga enda skorari af Guðs náð og í þessum fyrsta leik sínum var hann með 52 stig og 6 fráköst. Þá var hann með 13 tapaða bolta og 8 stolna bolta. Eitthvað hafa mönnum verið mislagðar hendur í nokkrum tölfræðiþáttum þegar þetta var skráð því ÍR var með heilar tvær stoðsendingar í leiknum og Njarðvíkingar ekki neina. 

Í þessum leik sem fram fór 8. janúar 1991 í Seljaskóla var áðurnefndur Booker í liði ÍR og þá var þar einnig dómarinn og fyrrum mótastjóri KKÍ, Björn Leósson sem og Eggert Maríuson. Í liði Njarðvíkinga voru þjálfari þeirra í dag, Teitur Örlygsson, sem og formaðurinn og bróðir Teits, Gunnar Örlygsson. 

ÍR 99-106 Njarðvík (Seljaskóli, 1991)

Dómarar leiksins voru þeir kumpánar Kristinn Óskarsson og Kristinn Albertsson en Kristinn Óskarsson gerði þetta 25 ára Booker-afmæli að færslu á Facebook hjá sér.

 

 

Franc Booker dagurinn er í dag! 25 ár frá þessum leik sem var sá fyrsti hjá þessum snillingi á Íslandi. Hann átti sinn…

Posted by Kristinn Óskarsson on 8. janúar 2016

Fréttir
- Auglýsing -